Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Það er frí í dag úr pósti og ég ákvað að nota tímann vel og gera ýmislegt sem mig langar að gera ,það er leyndó hvað annað þetta er, en ég fékkhönnuSiggu í lið með mér og saman fórum við og fundum undirstöður undir burstabæinn á Orustutanganum, og settum undir og skrúfuðum hann fastan eftir aldeilis hellings flæking fram og aftur með rafmagnsskrúfuvélar ýmist rafmagnslausar eða skrúfbútarnir pössuðu ekki o.s.frv. ...Loks tókst það samt og þá byrjaði sama hringsólið með sláttuorf Esterar. nú er þetta allt að smella nema ég á eftir að læra að setja axlabönd orfsins á mig , verð að fara til Esterar og taka námskeið í því, ég var nærri búin að hengja mig í þeim þau flæktust um hausinn á mér eða þannig.
'Eg gerðist áskrifandi að blaði í gær mjög skemmtilegt blað Lögberg heimskringla, ég hef ekki keypt neitt blað síðan Tímaritið 'Urval leið undir lok, það var skaði að því, Jú annars þá kaupi ég Standapóstinn....Jón Gústi kaupir Dagblaðið og segist ekki lesa það svo ég tek það og les í því slúðurfréttir.

4 Comments:

 • At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  en allt tókst þetta nú á endanum:)

   
 • At 12:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jæja hvað er Lukka nú að bralla???

  kv.
  Ella

   
 • At 8:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Sko Fröken Lukka er í stuði sem aldrei fyrr. það er eiginlega vandamál að eiga við hana því hún heldur að hún geti allt tæfan sú arna. 'I fyrrakvöld reyndi hún að fljúga úti í garði með vafasamri aðferð og lenti með braki og brestum og fékk myndarlega kúlu á aðra löppina fyrir neðan hné, kella fór og gengur nú í stuttu pilsi svo þetta fari nú ekki framhjá neinum...Ekki veit ég hvað hún tekur sér fyrir hendur..eða fætur...næst..en þetta er önnur flugferðin á þessu ári..'I hinni lenti hún á framhorninu á bílnum ..líka í garðinum og brákaði rifbein....Bíllinn var kyrrstæður...

   
 • At 8:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  'EG sjálf nafnlaus

   

Skrifa ummæli

<< Home