Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, júlí 19, 2007

'Eg er að lesa skemmtilega bók sem kemur á óvart.. Þar er talað um orkuleka hjá fólki..orð sem ég hef ekki séð áður og gerist þegar vart verður við endalausar óþarfa áhyggjur, þær draga úr okkur náttúrulegan lífsþrótt og orku . 'Ahyggjur gera það að verkum að orka og möguleikar leka út rétt eins og loft úr slöngu.... þegar hún er full af lofti kemstu auðveldlega á áfangastað...en ef hún lekur verður ferðin endaslepp.
Sköpunargleðin, bjartsýnin og drifkrafturinn hverfa og þú verður úrvinda.
ÞAð þarf að finna hvað manni finnst skemmtilegt að gera og nota orkuna sem býr í manni í það.
Og þarna stendur líka að allir sem vilja bæta andlega heilsu sína og lífsgæði gerðu vel í því að ná sér í blað og blýjant og skrifa niður markmið sín og drauma, og um leið og þetta hefur verið gert taka náttúrulögmálin við og fara að raungera þessa drauma.
Og annað sem stendur í þessarri litlu bók....ekki tileinka sér þann smásálarlega ósið að miða sjálfsmat þitt við álit annarra á þér. það sem þú segir við sjálfan þig er almikilvægast.
OG ef þú getur ekki hlegið að sjálfum þér geturðu ekki hlegið að neinu, stórt vandamál er að maður tekur lífið of alvarlega, sem leiðir af sér svartsýni, og leyfir manni ekki að njóta smáatriðanna.
'Eg er svo heppin að eiga góða vini sem geta hlegið með mér að ýmsu skrítnu sem okkur dettur í hug, það þarf enga bók til að finna það að hlátur er bætandi og hefur góð áhrif.
Þó er til öðruvísi og verri hlið á hlátri... þ.e.a.s. kvikindislegur hlátur, að óförum og vandamálum annarra,, best að sleppa slíku.
Nú ætla ég að fara út að glíma við kofann sem ég er að bögglast við að smíða, langar að fara að ljúka við hann, hlakka til að leggjast yfir bókina í kvöld...
Já ég mundi ekki að ég ætla á frumsýningu hjá Sigga í galdrasafninu í kvöld.....á 'Osköpin öll 'Alfar og tröll....það verður spennandi...
Það er alveg æðislegt veður núna ekkert ryk og logn og blíða.
Addi og Hildur og 'Ardís eru komin frá Finnlandi, Hlakka til að hitta þau. Þarf líka að baka kleinur í dag....

3 Comments:

 • At 12:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já hláturinn lengir líka lífið, og mér finnst ef það er ekki hægt að grínast að sjálfum sér og öðrum og með öðrum, þá hlítur sko að að vera ansi leiðinlegt hjá fólki??

   
 • At 3:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hvað heitir bókin-hljómar áhugaverð- ég er sennilega haldin orkuleka því ég hef ekkert lesið nema "einnota ástarspenusögur í nokkurn tíma. Svei svei, skelli mér á bókasafnið í kvöld áður en fríið brestur á.
  Stína

   
 • At 5:53 e.h., Blogger �sd� said…

  Bókin heitir því furðulega nafni "Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn"

   

Skrifa ummæli

<< Home