Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Andsk. ég var búin að skrifa hér helling og það hvarf....Ég vaknaði grautfúl hafði verið að dreyma að ég var á Akureyri á labbi með Árdísi og Hönnu Siggu og var búin að týna þeim og klína rjóma í jakkann minn. og ætlaði að fara að skrifa skilaboð til þeirra upp á húsvegg og þá kom einhver karlskratti sem sagist vera þingmaður Framsóknarflokksins og sagði að það mætti ekki skrifa svona skilaboð á húsveggi, Ég var rétt að uppgötva að ég gæti hringt í þær þegar ég vaknaði.
Fyrr um nóttina hafði ég svo farið í flugvél ásamt Salbjörgu norður í Árneshrepp til að smala og það gekk allt á afturfótunum.svo ég var auk þess að vera fúl alveg dauðuppgefin þegar ég vaknaði. Veðrið er ógeðslega skítlegt.

1 Comments:

  • At 8:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Boðar þetta ekki langlífi?

     

Skrifa ummæli

<< Home