Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 25, 2009

Þarna er ég búin að lesa síðan í gær alveg hnausþykka ástarsögu um vampýrur. verulega spennandi og heitir Ljósaskipti og er á stærð og þykkt við meðal biblíu. Ég er ekki alveg sátt við það hvað eg er fljót með allt það lesefni sem ég sæki mér á bókasafnið en það truflar mig nú ekkert við þessa iðju og ég gleypi í mig hverja bókina á fætur annarri dag og nótt eins og ég sé í akkorði. Það er alveg æðislegt hvað fólk er duglegt að skrifa fyrir mann. Alveg dræpist ég í skammdeginu og fram í mars ef væri ekki þetta jólabókaflóð, það er búið að redda geðheilsunni í mörg herrans ár, reyndar öll ár allt árið,en sérstaklega yfir þessa vetrarmánuði. Svo er þá bara að finna gamlar bækur þegar hinar eru upplesnar. Allt skal lesið ...eða mestallt... Ævisögur Ástarsögur fróðleiksbækur lygasögur og sannar, Sorglegar og hlægilegar, Ljóð og leikrit, takk fyrir. Fyndnasta sagan sem ég hef þó lesið núna er um að eiga og elska heimsins versta hund. og heitir: Ég og Marley.

1 Comments:

  • At 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hefur einhverja tölu á því hvað þú ert búin að lesa margar bækur?? Er kanski möguleiki á því að þú kæmist í Heimsmetaókina, fyrir hvað þú ert búin að lesa margar bækur??:) Kveðja Hanzka

     

Skrifa ummæli

<< Home