Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Það er blankalogn úti og stirnir á snjóinn. Ég prjónaði tvenna vettlinga í gær alveg hrikalega hlýja og góða. Annars gerist mest lítið. Ég er oft að huxa um konu sem var ein á eyju heilan vetur sambandslaus við umheiminn, hún fraus held ég inni svo enginn komst þangað, og sagan hennar var miðdegissaga eitt sumar þegar ég var í heyskap og hafði þann starfa að jafna heyið í heygryfjunni og hafði með mér útvarp, , ég vildi að ég myndi hvað þessi saga heitir mig langar svo að lesa hana . Ef einhver veit !!! láta mig vita takk... þetta var svo skemmtileg og alveg einstaklega góð frásögn.
Ég veit ekki ..sennilega hefur hún ekki haft útvarp hjá sér ég man ekki til að minnst væri á það. Ósköp fannst mér nú sjálfsagt að ég hefði hjá mér útvarp í gryfjunni þó það teljist kannske ekki sérstök lífsgæði í dag , en það er nú svo eins og með mörg önnur þægindi fólk hættir að taka eftir þeim finnst þau sjálfsögð nema þau hverfi.
Þá verður manni hugsað um þetta vesalings fólk úti í heimi sem býr í húsarústum og veit ekki hvenær næsta sprengja kemur.
Mér fannst mjög slæmt að horfa á í sjónvarpinu í gær allar kastalabyggingarnar sem átti að gera til að bæta Reykjavík, Tónleikahöllina og miðbæjarkjarnann og allt hitt.
Þetta er bara alveg ómögulegt og allt í klúðri. Ég held að aldrei verði hægt að laga neitt af þessu klúðri. semsagt nú hlær skrattinn hátt og ógeðslega.
Reyna samt að gera gott úr því sem fyrir hendi er allir að leggja sitt af mörkum.
Peningana segja forráðamenn þjóðarinnar að alþýðan eigi að spara og leggja inn eiithvað í hverjum mánuði. Mér er spurn ,Hvaða helvítis peninga eru þessi fífl að tala
um. fólk hefur ekki einu sinni fyrir mat.... Og ekki er nú vænlegt ef einhver gæti nurlað einhverju saman að fara að setja það í banka. nei nú er komið svo að fólk grefur klinkið sitt bara í jörð í litlum krukkum eða felur þær undir rúmi osfrv. ..Nóg komið af bulli um peninga sem ekki eru til.....

2 Comments:

  • At 1:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ sendi þér bréf inná fésinu, kíktu ;) Kv.Hafrún

     
  • At 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já það á alltaf að fá litla manninn til að spara, held að það séu bara óskaplega margir sem verða að telja aurana bara til að hafa einhvern mat á borðum, og ef það er afgangur þá fer það líklega í að kaupa einhverja flík á börnin.kv Birna

     

Skrifa ummæli

<< Home