Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, janúar 16, 2009

Djöfull fer í taugarnar á mér allt kjaftæði um að fólk sé fífl og asnar, auðvitað erum við öll meir og minna fífl og asnar en það sem pirrar mig er þegar er ekki hægt að láta skoðanir sínar í ljós við fólk án þess að vera alltaf að setja sig á háan hest. Allt í lagi að hafa skoðanir og tjá þær en að það þurfi endilega að drulla yfir hausana á einhverjum persónum í leiðinni er bölvaður dónaskapur. Og reyndar ætti ég ekkert að vera að fá mér þetta til, það er ekki til annars en að gera mann leiðan, og lýsir bara persónuleika þeirra sem ausa.
Mig skortir talsvert á að vera með góða dómgreind og geri mistök, en ég sé ekki að það gefi mér neinn rétt til að kalla annað fólk bjána.
Mér þykir í flestum tilfellum frekar vænt um fólk en ég held að pólitík hafi ekki þau góðu áhrif sem henni er ætlað að hafa. Og sé oft og iðulega dragbítur á annars góðar áætlanir og málefni, það er þrasað um og skítkastað í stað þess að tala um og sameinast um það sem máli skiptir.

3 Comments:

  • At 1:18 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jamm mannskepnan er mismunandi, bara reina að loka eyrun, eða láta þetta fjúka út í veður og vind!!!!Kv. Hanna Sigga

     
  • At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ertu hætt að nudda?? kv.Hafrún hafrunmar@gmail.com

     
  • At 12:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nei alls ekki

     

Skrifa ummæli

<< Home