Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, mars 26, 2006

Ég er ekki búin að jafna mig eftir árshátíð skólans, ég er svo gagntekin af því sem þar fór fram. allur söngurinn og leikurinn, og það voru allir með. Ég er viss um að þetta er besti skóli á landinu. Ég var heppin að hafa hlustað á æfingu fyrr um daginn annars er ég viss um að ég hefði orðið til skammar þarna um kvöldið.
Ég er með þeim ósköpum fædd að tárast allhressilega þegar ég heyri tónlist sem mér þykir falleg að heyra" Synetu," Stelpan sem starir á hafið," Kveðju (Sól að morgni) Og Öll hin lögin hans Bubba. þvílíkt flott " Það er garður við götuna" Þetta eru perlur. Og allt rokkið hans.
Það var sérlega áhrifamikið og flott atriðið þegar eiturlyfin sóttu að honum þangað til hann allt í einu gat ekki meira, og setningin." Ef ég hef komist á toppinn þá er kalt þar og einmanalegt."
Í gær lagði ég af stað í Bjarnarfjörð eftir hádegið í svona Snjó Idolferð. Ég var búin að gleyma því hvað það er gaman að glíma við skafla.Og var búin að fara upp tvo og komin efst í þann þriðja þegar kagganum þóknaðist alltíeinu ekki að fara lengra, Ekki nóg spítt í skaflinn sem var doldið djúpur og bifreiðin þversum og klossföst...Birtist síðan bjargvætturinn Lói á grænu tojotunni og dró gamla kaggann upp. fór svo yfir hálsinn og í Svanshól með Ólafi. Að loknu Idoli og Kaffi og vöfflum að hætti Höllu hélt ég heimleiðis, og þar sem hafði skafið, var ég í bandi niður skaflana frá því fyrr um daginn, Niðurdregin Tojota, Síðan þegar ég kom út í fellabök hurfu alltí einu bremsurnar, hvert þær fóru veit ég ekki en þær fóru allavega,og nú er snjókagginn minn bremsulaus, Hæfir skel kjafti.... Hann skal nú samt í lag !!!!

2 Comments:

  • At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ástarþakkir. Ekki þykir okkur verra að hafa haft áhrif á einhvern.

     
  • At 6:40 e.h., Blogger �sd� said…

    Já þið eruð alveg yndisleg öll

     

Skrifa ummæli

<< Home