Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Já ég var hjá Jóni Val meðan Ester var í vinnunni í gær og við horfðum á dýrin í Hálsaskógi og spiluðum á spil sem tók aldrei enda. Svo í gærkvöldi keyrði ég Dagrúnu úteftir í aldeilis kolbrjáluðu veðri það sást ekki á milli stika og ég var nærri komin útaf því ég flaskaði á því að fara utanvið vinstri stiku en grillti í vegkantinn á ögurstundu. Þórdís Kalla fann símann hennar Dagrúnar sem týndist utan við íþróttahúsið. þetta var fallegur rauður sími sem hún fékk í afmælisgjöf og hafði einhvernveginn dottið úr úlpunni hennar. Hann reyndist svo vera ónýtur eins og hefði verið keyrt yfir hann, það var far eftir einn nagla á skjánum....Skinnið....Henni þótti þetta afar leitt.
Og nú er ég aftur komin í Kirkjuból að vera hjá Jóni Val fram á hádegi, og það er ekki snjóarða á veginum, alveg furðulegt, en , það var svo hvasst í gær, 'I kvöld er vatnslitamálunarnámskeiðið. og á morgun bæði 'Arshátíð skólans og Idol Fjandans klúður..Nú skil ég formúlukallana mína. það er ekkert grín að horfa á þetta daginn aftir.. og Halla er búin að hóta því að hringja í mig og segja mér úrslitin strax...Jú ég verð annars að vita þetta strax... Þetta er mjög mikilvægt nærri því eins og Leiðarljós...

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home