Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 12, 2003

Aldrei ætti maður að vera að lofa neinu. Hvað snerti annálsritara vikunnar þá sofnaði hann ( hún ) áður en tækist að skrifa einn bókstaf. Enn er nú eldhress og til í tuskið að undanteknum þessum endurteknu erfiðleikum við að komast í sokk á hægri fótinn, en það hafðist fyrir rest. Ein vinkona mín ráðlagði mér að vera bara berfætt..... aldrei í lífinu....annars er ég nú með bara þokkalega flottar tær (þær eru að vísu loðnar, svarthærðar) ,,,og hef gaman af að lakka á mér táneglurnar. ( myndi kannske naga þær ef ég væri ekki svona asnaleg öðru megin í bakinu).
Sjúkraþjálfun ??? If I were a rich man abadabadabadabadabadabadamm. Nóg um það.
Fréttir vikunnar eru þær að ég byrjaði í ´splunkunýrri vinnu. Stuðningngsfulltrúi í skólanum. það líst mér afar vel á . Tilbreytni í störfum með góðu fólki og alltaf er gaman að reyna eitthvað nýtt. Er í því frá átta til ellefu á morgnana, og fer svo í Hólmadrang frá hálf tólf til hálf fimm á daginn. Horfa á sjónvarpið í þrjú korter, Guiding light. Nudd á kvöldin. Mér ætti ekki að leiðast.
Í gærkvöldi buðu Hildur og Addi mér í dýrindis kjötsúpu, Hún var svo góð að á eftir vorum við alveg dösuð af áti. dásamlegt.
Svo er eftir að vita hvað gerist í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home