Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 05, 2003

Góðan daginn: Sama góða veðrið. Lukka er í einhverju svakalegu framkvæmdastuði.. Gera allt mögulegt í dag af því að það er sunnudagur. Hún er ótrúleg. Það er nú eftir að vita hvort hún kemur einhverju í verk sem vit er í. Sparnaðaráætlun...... Framkvæmdaáætlun.... Fyrirtækjastofnun....Nýjársheit.....Smíða pínulítið og færa til myndir á veggjunum.. Þetta með nýársheitin púff... Verður maður ekki endilega að hætta einhverju... og hverju þá... ég veit bara ekki um nokkurn skapaðan hlut sem mér finnst ég geta hætt... Hætt að fara ekki út að labba, hvernig væri það? Það er ekki hægt að ákveða að gera eitthvað. Safna peningum og borga rafmagnsreikninginn. Góð hugmynd.
Eða loka rafmagninu og hita upp með gasi og elda á prímus. Fröken Lukka Slappaðu af !!!
Gærdagurinn var bráðskemmtilegur. Bifreiðin mín sá eldgamli eðalvagn ekinn um 400.000 km á vél. í skveringu á verkstæðinu hjá Sverri V. Farþegahliðin fékk heldur betur andlitslyftingu og ég snerist í kring um aðgerðina og þóttist vera að aðstoða. Lukka sá strax fyrir sér hringferð um landið á bílnum. Jón Gísli kom og þarna stóðu þeir og hristu hausana yfir röð af ( pínulitlum ) götum á bílstjórahliðinni. frekari aðgerð verður þegar ég hef útvegað smá trefjar og efni.
Aðalbjörn Tryggva og hún Árdís mín komu úr Reykjavík um miðjan daginn með vatnsdælu í jeppann hans Tryggva..... Sjá Ardýz Blogger. Jón Gísli skveraði dælunni í og þau lögðu af stað suður aftur Árdís ryksugaði JónsGísla og Brynju bílinn skellti á hann bensíni og skilaði honum, ég bakaði rúsínulausa en góða ástarpunga í nestið fyrir þau.Í gærkvöldi buðu Addi og Hildur mér í kvöldmat, í hádeginu borðaði ég hjá Ragnheiði, fór svo eftir kvöldmatinn í afmælisveislu Ágústu Höllu tveggja ára. hjá möggu og Guja.
Allt þetta hreinasta sælgæti.....Kannske væri ráð að tengja nýjársheitin að einhverjuleyti mat........ Ókey bless bæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home