Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

Jóladagur: Ég vaknaði eldsnemma og læddist um húsið til þess að Gústi og Hanna Sigga myndu ekki vakna. Erfiðlega gekk að komast fram úr rúminu og ennþá verr að koma fjárans sokknum á fjárans vinstri löppina á mér. Ég er nefnilega svo asnaleg öðru megin í bakinu á morgnana. En þetta hafðist eins og vant er um síðir, og ég læddist niður í eldhús og fékk mér kaffi og smá hangikjöt. Skoðaði gjafirnar mínar og las pínulítið. Alveg finnst mér yndislegt að fara snemma á fætur á jóladagsmorgnum á undan öllum öðrum og rápa um og njóta þess að taka til morgunkaffi og lesa. Þegar ég var búin að kveikja á útvarpinu án þess að hugsa að þau væru sofandi, og var að hlusta á veðurfréttir þá vaknaði Gústi og kom í kaffið og fór svo út að gæta að úrkomumælinum. Ég skrapp inn á Höfðagötu að ná í sveppi, aspas og laufabrauðið sem ég gleymdi. Ég gleymdi svo laufabrauðinu aftur, en kippti með mér stóra kringlótta sóffaborðinu mínu til að hafa það í herberginu niðri til að spila á því. Þegar ég kom heim var klukkan samt ekki nema hálf ellefu. og Hanzka að vakna. Við tókum síðan til óspilltra málanna að Undirbúa hlaðborðið, brytja ávexti, þeyta rjóma og rífa niður brauð í heitan brauðrétt a la Bía... ávaxtakaka að hætti Esterar. Smákökur og hjónabandssæla Svönu...nýbakaðar galdrakleinur.. Rúgbrauð, flatbrauð, saltkex, og jólasíld, hangikjötssalat og rækjusalat stór rækjukaka. hvít og brún lagterta, og eftirréttir voru svo ávextir og ís og appelsínudesertinn minn. Svo komu Nonni, Svana, JónGústi, Agnes Vilhjálmur Jakob, Addi, Hildur og Brynjar Freyr, Jón, Ester, DagrúnÓsk, Arnór, Sigfús Snævar, og Jón Valur. Jón Gísli, Brynja, Sylvía og Ásdís. Hrafnhildur, Haddi, Harpa Hlín, Árný Huld, Jón Örn , Guðmundína Arndís og Brynjólfur Víðir.Svo vorum við Ég, Hanna Sigga og Gústi,--- -- Vantaði bara Tómas, Hafdísi og Geira, Gunnar hennar Hönzku og Árdízi og Aðalbjörn....... Nú við horfðum á Árdísi á Vídeó spólunni af upptökunum á geisladiskinum hennar. Svo var spilað og etið og það var kátt í höllinni, höllinni, höllinni og það var kátt í höllinni, höllinni. Þetta var eins og á Hellubæ.......kántrýjólin.
skrifað

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home