Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, desember 16, 2008

Ég var að hlusta á myndbandið sem Árdís setti inn á facebook, með James Alan að syngja "The unforgiven" Þetta er alltaf svooo æðislega flott að maður gæti hreinlega dáið..það er ekki spurning að við jarðarförina mína vil ég láta spila þetta og á fullum styrk, í góðum græjum. Og "Nothing else matters" Það á að virka eins og sprengja svo jarðarfarargestir þeytist upp úr sætunum...Sumir verða með hneykslunarglott aðrir alsælir og enn aðrir sem kunna að meta "Djeims" huxa kannske eitthvað fallegt.
Svo væri fínt að fá Grunntón til að spila jólalög í erfisdrykkjunni...Ljósadýrð loftin fyllir með Bjarna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home