Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 15, 2008

Já já ég brenndi mig á kaffikönnunni í góminn á vinstri þumalputtanum...
Hún var eiginlega búin að sjóða allt kaffið niður þegar ég tók eftir því að ég var að búa til kaffi. Þessi kanna kann sér engin takmörk..Ég sat og var að lesa svo merkilega sjálfshjálparbók sem heitir "Skyndibitar fyrir sálina " og spekúlera í að ég gæti kannske orðið pínulítið skynsöm því það stendur í þessarri bók að þannig geti allir orðið.... EN....Ég er alls ekki viss... EKKI 'EG...fyrir það fyrsta fylltist ég andspyrnuhugsunum við lesturinn. sennilega ekki nógu skýr til að meðtaka fræðin, nú nú.. maður sér svosem hvað þetta er æskilegt...Jákvæðni leiðir af sér jákvæðni...Sleppa því að vera áhyggju full..ur... Aldrei að kvarta yfir neinu....Mistökin sem maður gerir eru ekki aftur tekin... hugsa fallega um allan fjandann...fyrirgefa öllum...maður sjálfur þar með talinn... ekki vera reið..ur...Tala við sjálfan sig fyrir framan spegil oft á dag og segja að maður sé eins og maður vill vera...semsagt ágætis grey jákvætt og skemmtilegt og eða þannig... Þetta er annars allt rétt.... það er gott veður í dag hér í Brekkubæ þar sem Hobbitarnir búa.

1 Comments:

  • At 7:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já vera jákvæður það er málið, tala við greppitrýnið sem mætir manni í speglinum á mornana og segja ég er flottust. Auðvelt að segja annað að meina það kveðja Birna

     

Skrifa ummæli

<< Home