Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 05, 2008

Það er verið að predika góðsemi og jólaskreytingar, elskið náungann og hlakkið til jólanna, Ég var að lesa lífssögu konu sem mætti hrikalegu mótlæti í lífinu. Það er svo merkilegt hvað lagt er á sumt fólk og það kemur hnarreist og lífsreynt og færara um að skilja aðra út úr öllum sársaukanum, er gefandi og viðmótsgott, þó er það áreiðanlega erfitt oftar en ekki. Lífsreynslan yfir gefur það þó ekki heldur geymist í huganum. Þegar ég var á Húsmæðraskólanum á Löngumýri var þar dönsk ung kona sem hafði misst manninn sinn og var þar undir verndarvæng Ingibjargar skólastýru. Mér er þessi kona svo minnisstæð vegna þess að hún var alltaf svo einstaklega góð við mig sem var bara fimmtán ára stelpuskjáta og áreiðanlega ekki skilningsrík á nokkurn máta. Ég skildi ekki dönskuna hennar en hún bauð mér alltaf góðan daginn sagði sæl Ásdís og brosti alltaf svo fallega samt skynjaði ég sársaukann í augunum hennar og gleymi henni ekki. Önnur kona íslensk var þar sem var að flýja manninn sinn sem var grískur og hafði talið sér skylt að beita húsbóndavaldi sínu á þann hátt að berja hana í klessu. þetta var mér óskiljanlegt þetta var svo indæl kona. Við fórum skólastelpur á Sæluviku og æfðum söng sem við fluttum þar á skemmtun. Það var allt mjög gaman þar til sá gríski birtist náði til konunnar og réðist á hana. Það voru mjög reiðar ungar stúlkur sem reyndu að aftra því en ég held að það hafi nú samt verið lögreglan sem batt enda á það. Það er margt sem er minnistætt en þetta var það sorglega.

1 Comments:

  • At 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Var búin að skrifa komment en það fór eitthvað út í buskan. En því miður er of mikið um heimilisofbeldi og við þurfum að vera vel vakandi og veita þeim einstaklingum sem eru að berjast við að losna undan því stuðning. Þetta er til skammar og blettur á þjóðfélaginu okkar.Og þessu er oft mjög vel leynt því miður. Kveðja Birna

     

Skrifa ummæli

<< Home