Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 10, 2008

Djöfull er ég fúl þegar verið er að gefa mér eitthvað sem ég ekki á... eins og nú er Nonni á berginu að kalla mig fjöllistakonu, skrambans kallinn ég ætla að skamma hann, ég er fremur fúskari en ágætis fúskari samt að eigin mati, fúskkellíng væri nær lagi því ekki hefur mér tekist að nenna því í lífinu að læra neitt af viti, nema heilbrigðis og vöðva og beinagrindarfræði með því að vera í Nuddskóla Guðmundar, meðan hann var og hét, ég hef reyndar alltaf verið spennt fyrir svona heilbrigðistengdum greinum, og hefði efalaust farið í í gamla daga að læra meira um það, En forlögin skelltu mér í annað verkefni sem ég reyndar fúskaði ekki við.
Ojá eins og gamla fólkið sagði í gamla daga ojamm ojá.
Það má þó alltaf lesa um það sem maður hefur áhuga á.Ég hef nú verið að lesa dálítið af nýútkomnum bókum undanfarið, Sumar eru þrælgóðar en aðrar eru að mér finnst afskaplega litaðar af dapurleika og armæðu og á ég þá við skáldsögurnar. Ég þrælaðist gegn um eina stóra og mikla bók sem hafði að geyma lífssögu fólks sem var ekkert nema röð af mistökum og afleiðingum þeirra, semsagt alveg hundfúlt og maður fer frá slíkum lestri alveg eins..hundfúll.. Ævisögurnar eru betri það eru þó ljósir punktar innan um og saman við og oft eitthvað fyndið og skemmtilegt.
Allt er morandi í glæpasögum misgóðum en bókin hans Arnaldar er bráðspennandi, líka "Ofsi" eftir Einar Kárason, en hún er jafnframt sannsöguleg og sorgleg. Mest spennandi finnst mér Bókin "Sjöundi sonur" eftir Árna þórarinsson" Hana leggur maður ekki svo glatt frá sér fyrr en hún er búin, Ég las eina litla bók í gær sem ég hélt að væri svo mannbætandi og fín en hún reyndist vera svo full af því að lífið sé tilgangslaust og dapurlegt að ég held ég verði að fá áfallahjálp. Ég er líka búin að lesa Útkall um gosið á Heimaey Hún er góð og fróðleg og vel skrifuð, rosalega hefur þetta verið agalegt, og hryllilegt. Og þarna kom upp hjálpsemi þjóðarinnar allsstaðar. Því miður er því ekki til að dreifa allsstaðar, ég las frásögn konu sem hélt að það væri ráð að leita til ráðamanna þjóðarinnar í dag til hjálpar með langveik börn og talaði við Ingibjörgu Sólrúnu, sem setti upp sinn kaldasta svip um leið og hún neitaði að hjálpa konunni og frysti hana úti. Þetta er bara eins og í eldgamla daga með embættismennina og þá sem minna máttu sín. Sérstaklega konur sem áttu í fá hús að venda. þá fengu þær kannske húsaskjól ef sýslumennirnir og prestarnir fengu að ríða þeim í staðinn, Og svo voru börnin þeirra tekin af þeim og konurnar dæmdar. aaaaarrrrrrggggh. og svo eru að koma jól...

2 Comments:

  • At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Lista kona ertu og í reynd fjöllistakona því þó ekki hafirðu farið í skóla, þá ert þú bara góð í ansi mörgu hef séð myndirnar sem þú hefur málað og litlu húsin svo geturðu spilað og sungið og fleira og fleira þú ert bara flott kona kv. Birna og hana nú

     
  • At 6:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æi Birna mín Þú hlýjar mér nú samt um hjartað og ég er búin að skamma Nonna sem tók ekkert mark á mér, og bullaði bara eins og hann er vaniur. .Eg ætti svosem ekki að vera að vanþakka það að hafa gaman af að m´´ala og smíða,ég væri örugglega dauð úr leiðindum annars. hafðu það gott mín kæra. Ég.

     

Skrifa ummæli

<< Home