Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, desember 14, 2008

Það er nú að verða minni og minni tími til að blogga einhvernvegin hefur mér tekist að hafa svo mikið að gera í desember að hann hefur ekki verið eins leiðinlegur og ég var búin að ímynda mér. veðrið er gott og ég kláraði verkefni í gær sem hefur valdið mér ærnum áhyggjum. Best að hafa yfirdrifið að gera. nú fer ég að baka kleinur. Vaaá hvað haldið þið að litli góði einmanalegi Pjakkur hafi verið búinn að gera þegar ég hitti hann í morgun. hann hafði brytjað niður hálfa töfflu og skammaðist sín svo hræðilega þegar ég kom og sagði svei og sýndi honum töffluna, svo lét ég hann hafa gúmmíbeinið sitt að tönnlast á. Skinnið. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir þegar hann hittir Kráku sem Eiríkur og Árdís eru með. hún er algjörlega ólík honum.

2 Comments:

  • At 8:46 f.h., Blogger Little miss mohawk said…

    versta er að kráka heldur að hún sé stór hundur og kippir sér ekkert upp við aðra hunda. Nema núna, því hún er á lóðaríi heheheh

     
  • At 11:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já það er ekki að spyrja að því þegar gredda er í spilinu. þá eru allir hundar vegnir og mældir.

     

Skrifa ummæli

<< Home