Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, mars 20, 2007

'Eg var að lesa bloggið hennar 'Ardísar minnar hún er að hamast í innréttingunum búin að henda gamla parketinu, og gömlu eldhúsinnréttingunni..leggja nýtt parkett Og komin með aðra innréttingu ..sem hún er að finna út hvernig á að setja saman. Það væri nú aldeilis geggjað að vera með í því , og þá varð mér huxað til allra þeirra ára sem mig dreymdi um að eignast eldhúsinnréttingu´heima í Steinó... ég smíðaði reyndar skúffur úr rúsínukössum með krossviðarframhlið sem eru ennþá. OG borðkrók sem mér fannst fínn en það er nú búið að breyta honum. En ennþá er bara uppsláttur fyrir eldhúsborð með hengi fyrir. SVO SÆTT segja aðrar kellíngar sem eiga fullt af innréttingum með hurðum sjálfar . Svo eignaðist ég góða innréttingu hér á Höfðagötu 7. keypti tvo litla efriskápa og Jón Gísli minn gaf mér fína neðriskápa sem skranið rúmast vel í... svo er skemmtilegur skenkur sem ég fékk í afmælisgjöf frá fólkinu mínu hornskápur sem ég keypti og ísskápurinn okkar Hönzku úr Melbæ 12.
En þetta er nú ekki aldeilis nóg...nú er ég alveg friðlaus verð að setja hita í gólfið.
Get ekki sofið fyrir framkvæmdahugsjónum sem eru alveg að kála mér.. Verð að innrétta eitthvað.... Ætti líklega að fara í heimsókn til 'Ardísar að anda að mér málningar og límlykt, fá að skrúfa með henni og negla bök í skápa....Þetta er ekki bilun heldur framkvæmdagleði sem ég er heltekin af á þessum árstíma...smíða smíða smíða.
Og nú er helvítis rigning og rok og hláka hér og þar á landinu og vegfarendur ekki á grænu greininni allsstaðar....... Mér er svosem sagt að ég þrífist ekki nema hafa áhyggjur af einhverju.. og vegfarendur eru einmitt upplagt fyrirbæri til að hafa áhyggjur af þegar maður situr sjálfur á rassinum inni í stofu....
Fleira var það nú ekki í bili. Það er að koma kvöld og ég er ekki búin að sauma framan við ermina á skyrtunni hans Charlie gamla Brown.
Addi gerði flottar auglýsingar fyrir leikfélagið ég var að lesa bloggið hans um það þegar hann fór með Tómas og Silju í rútuna til Grundarfjarðar. ég hélt að það væri ekki til svona geðvonsku rútubílstjórabjánar í dag.
Rúllað ásmt Dúnu einn Drangsneshring í dag fórum í kaupfélagið á Drangsnesi og í kaffi á Bakka. 'I gær í sund í Laugarhól.

1 Comments:

  • At 8:20 e.h., Blogger Little miss mohawk said…

    Var immit að hlæja að því að það er viðarilmur í bílnum mínum eftir borðplötuna ehheheheheh. yndislegt

     

Skrifa ummæli

<< Home