Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, janúar 08, 2009

2009 ? Hvað ber það í skauti sér.....Það er svo skrítið þetta nýbyrjaða ár eins og óraunveruleikamynd.
eins og það sé ekki búið að gefa nein stefnuljós.

Eða bara hazardinn á og keyrt með bensínið í botni í hálku og bremsað svo maður veit ekki hvar farartækið lendir, fer í allar áttir, Yfir blómagarða fólks gegn um grindverk og inn um húsveggi, út hinumegin endar svo á hvolfi og fer nokkrar veltur.

Bíllinn minn er snarbilaður greyið. ííííhaaaa.
og þá meina ég bilaður.... það er farin lega í afturhjólinu... fjandans til...( þau eru reyndar tvö) afturhjólin... annað þeirra á ekkert annað eftir en að detta af. það er hægramegin ef ég skyldi gleyma því. Og ný lega er óheyrilega dýr. Rándýr. Viðbjóður skrattans.. hehe það eyðist ekki bensín á meðan.

4 Comments:

  • At 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    fá sér reiðjól ???

     
  • At 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ps. kveðja H.S

     
  • At 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já það er bara að líta á björtu hliðarnar, enda bensínið dýrt. Kv.Birna

     
  • At 3:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Skooo þegar ég var búin að taka mitt fjallahjól fram í vor og ætlaði nú aldeilis að fara að rifja upp mín færni ...aldrei dottið o.s.frv. síðan ég var tíu ára. þá brá svo við að eg var varla komin út úr innkeyrslunni þegar ég flæktist í pedalanum og klessti á elsku grindverkið mitt.og hlunkaðist í götuna. rosalega var ég eldfljót að standa upp. þetta var með hallærislegri byltum hjá mér og eru þær samt ófáar. Síðan sátt við að enginn hefði séð til mín fór ég svo og seldi hjólið í hvelli. punktur.

     

Skrifa ummæli

<< Home