Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, september 18, 2005

Hvað langar mig til að gera sem er spennandi og áhugavert: Hér koma óskir mínar, ekki kannske í réttri röð en koma samt: Mig langar til að fara fram í Selárdal að skoða mig um. það er víst hægt að keyra þangað . ég veit ekki hvort Vodafonekagginn kemst. Mig langar líka til að fara norður í Asparvík og sjá Asparvíkurdal sem Laufey var að segja mér frá. Mig langar líka að fara í sund en sundlaugin hér er ekki opin núna á þeim tímun sem mér hentar. kannske ég fari bara þegar mér hentar ekki. Það má nú hagræða ýmsu til að fá óskir sínar uppfylltar. Stærri óskir eru nú hálfhlægilegar að sjá á prenti og ég er nú búin að röfla um þetta í mörg ár t.d að fara að ljúka við að fara Hringveginn um landið. en þar á ég eftir að fara frá Kirkjubæjarklaustri til Reyðarfjarðar. Að vísu er ég búin að Hjóla þessa vegalengd á þrekhjóli og kynna mér þá landshluta sem hringvegurinn liggur um og með ýmsum útúrdúrum. svo langar mig að fara upp á hálendið .......Andskotans væl er þetta... Afhverju á ég ekki fjallajeppa ...ég gæti þá drullast þetta sjálf ...en svo er það kannse ekkert gaman. Heldur en að gera ekki neitt ætla ég að fara í Kirkjubólsrétt í dag.... Bjarnarfjörður í gær..Lífið snýst greinilega ekki um að vera heima hjá sér nema þá rétt til að sofa og gefa kattarskarninu. Ég ætla til Hvammstanga á næstu helgi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home