Jæja þá eru fréttir dagsins ég er búin að hafa svo svakalega mikið að gera eins og títt er um fólk sem er ekkert að gera. Dagarnir bara endast ekki til þess,, nú ætlaði ég að gera enn nýja tegund af bláberjasultu en þá var það EKKI TIL sem þarf að kaupa í kauffélaginu í hana og það sem ég keypti í fyrra í Króksfjarðarnesi er týnt eftir alla eldhúsflutningana.ÆÆ aumingja ég. Ég er búin að raða öllum sultukrukkunum mínum inn í ísskáp og þær eru voða flottar.
Ég tældi Jónu með mér upp fyrir vatnstank að líta á krækiber .Þar get ég nefnilega bara velt mér beint út úr bílnum og tínt berin. ekket labb og vesen.
Kattarkvikindið leggur Laufeyju í einelti, hangir fyrir utan gluggann hjá henni og breimar.
þvílík forsmán.
Ég tældi Jónu með mér upp fyrir vatnstank að líta á krækiber .Þar get ég nefnilega bara velt mér beint út úr bílnum og tínt berin. ekket labb og vesen.
Kattarkvikindið leggur Laufeyju í einelti, hangir fyrir utan gluggann hjá henni og breimar.
þvílík forsmán.
3 Comments:
At 9:20 e.h., Nafnlaus said…
Frábærar myndir. Takk fyrir góða helgi!
At 11:59 f.h., Nafnlaus said…
Hæ amma ;)
Gaman að heyra i þer i gær nornin mín.. :) ætla skilja eftir slóðina mína... Ér orðinn 19 ára ;)
At 11:48 e.h., Nafnlaus said…
Til lukku með afmælið skinnið mitt ég setti kveðju til þín inn á afmæli og tímamót á Strandir.is ég veit ekki hvort það er komið.
Skrifa ummæli
<< Home