Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, september 14, 2005

Athafnadagur og fullt af fólki. Jóa í Svansvík og Jóna og Rúna komu í kaffi og Kristján og Lára og Gloppa sem er alveg hætt að standa í eina löppina, þau reyndu að gefa mér hana, á þeirri forsendu að við yrðum í stíl úti að labba . . grey tíkin... Djók...
Nonni tengdó kom og hjálpaði mér við að svíða fullt af löppum, ég hefði örugglega verið í marga daga að þessu annars. Nú svo verður sviðaveisla og hann verður fyrsti boðsgestur.
Dalli kíkti á okkur, hann var á leið út í Vík. Nú og svo og svo og svo. Borgaði tvo helvítis reikninga. Nú verð ég að fara að sækja bílinn minn hann stendur hér úti á miðri götu á ská eins og eitthvert stíllaust fífl hafi lagt honum. Það er ofsalega fallegt hérna á Hólmavík þegar fer að skyggja og götuljósin kvikna. Á morgun ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt. Núna er klikkaða löppin mín alveg eins og á Gloppu, hún hangir bara á...
Ég er að byrja að hekla rautt ponsjó fyrir Haddý. Ég var búin að gleyma hvað það er gaman.
Hvað ætli margt fólk geti sagt með góðri samvisku að það sé hamingjusamt.
Ég - oftast - svona í aðra röndina.... Það er svo margt sem getur glatt.

3 Comments:

  • At 9:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hm þú mátt alveg hekla ponsjó fyrir mig, ég skal kaupa garnið!!!!!!!!!!

     
  • At 11:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ohh ég er svo hamingjusöm! Allt gengur vel og ég á svo marga góða að eins og til dæmis ÞIG! Heilbrigði, vinátta, friður og öryggi er ómetanlegt. Ef við horfum í lífið í víðu samhengi og berum okkur saman við önnur lönd höfum við það SVOOO gott að við gerum okkur ekki einu sinni grein fyrir því. Þú verður að sjá t.d. Hótel Rúanda!! úff - nú hætti ég.

     
  • At 10:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ojá satt segir þú ég verð að sjá myndina, Og við eigum svo sannarlega yndislega góða vini og fjölskyldur.

     

Skrifa ummæli

<< Home