Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, ágúst 11, 2003

Í dag sunnudag lauk svo sumarfríi mínu að þessu sinni.. Eftir að hafa barist um í Bónus fyrir setrið ( Hannasigga hjálpaði mér ) Fórum við Ég og Hildur og Brynjar Freyr norður. Hildur er alveg að drepast í hálsinum með streptókokka. Það er það versta sem ég get hugsað mér Ég fékk svoleiðis í vetur og það var sko agalegt.... Ég var nærri því dauð þá úr verkjum ...
Nú er ég búin að losa allt úr bílnum..
Hún Hannasigga mín Gerði nefnilega hreint í honum...Bílnum mínum.... og ekki nóg með það heldur gerði hún líka hreint inni hjá mér.. og hreinlætislyktin ilmaði um allt húsið.....Hún hjálpaði mér líka úti á setri meðan ég var sem verst af kvefinu ...Það var áður en hún fékk sjálf kvef og lagðist í rúmið... Það var í hennar sumarfríi....Úff Púff

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home