Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

Skrifað 2008

miðvikudagur, desember 31, 2008

Árið 2008 er ennþá .(kl er tvö)...að enda eins vel og hægt er... Bílarnir orðnir fullir af rusli og allir nema Hrafnhildarfjölskylda að fara uppí Undraland og Steinó. Til þeirra fara svo allir í veislu annað kvöld. á nýju ári. Kirkjubólsfjölskyldan verður á Akureyri í kvöld og á Hólmavík með oss annað kvöld. Við æðum svo til þeirra í Kirkjuból á annan í nýju ári. Ruslabílalestin er að leggja íann Minn kaggi, Hönnu s og Bigga, Adda og Hildar, Svönu og Nonna og Jóns Gísla og Brynju og flestir litlir með 'Árdís og Eiki á Undralandi og tveir hundar sem eru að verða vinir.Er ekki það sem kallast heimsendir eitthvað sem gerist fyrir hvern og einn persónulega, þ.e. heimsendir hvers og eins, Kannske Páll Skúlason geti svarað því á einhvern skynsamlegan máta.þegar ég var lítil var ég alltaf voðalega hrædd um að kæmi heimsendir. Og þá dæu allir í einu.Nú held ég að það deyi ekki neinn, nema gamla árið sem fer inn í minningabankann og er þar að eilífu, og annað kemur í staðinn,Takk fyrir gamla árið,og gleðilegt nýár.
skrifað af �sd� @ 13:44 4 comments
mánudagur, desember 29, 2008

Góður dagur með þeim betri og ég er búin að koma heilmiklu í verk klára að taka allt af Galdrasafninu sem tilheyrir markaðnum og koma litlu hillunum okkar í góða geymslu. Síðan að taka törn í að koma fyrir dóti því sem fer til baka og skila nokkru. Fór og knúsaði litlu fjölskylduna hennar Gummóar minnar sem eru að fara suður og svo út, það hefði nú verið gaman að hafa þau lengur en um það er ekki að fást, gaman að fá að hitta þau, og við sjáumst í sumar ,þó er ég eiginlega alveg viss um að ég geti ekki safnað mér fyrir fari til að heimsækja þau, allavega ekki nema aðra leiðina og þá sætu þau uppi með mig. Hildur og strákarnir og Pjakkur komu í kaffi og Ásta, og svo eru Eiríkur Árdís og tíkarskarnið á leiðinni. HannaSigga og Biggi koma svo á morgun ég er að fara að elda kjúklingafætur.
skrifað af �sd� @ 17:34 0 comments
miðvikudagur, desember 24, 2008

Nú er kominn aðfangadagur ,það væri synd að segja að hann sé bjartur og fagur, svartamyrkur og rigning og hvasst, einhvern tíman hefði mér þótt þetta gott þegar allt var á kafi í snjó heima í Steinó og ófært og allt og eina vonin um miðjan vetur vart að það kæmi hláka, Það var líka hláka og rok á aðfangadag þegar sló niður í eldavélina og sótið fór út um allt, og líka þegar áin ruddi sig og jakarnir þeyttust hátt í loft upp það var stórkostlegt að horfa á það en agalegt samt.Ég óska öllum sem lesa bloggið mitt innilega gleðilegra jóla og sérstaklega þér Birna sem sendir mér alltaf góðar og fallegar kveðjur, og HannaSigga mín óska ykkur líka góðs nýjárs og margra góðra ára.
skrifað af �sd� @ 09:16 2 comments
þriðjudagur, desember 23, 2008

Þorláksmessa 2008...mér finnst eins og það sé ekki nema einn dagur síðan var aðfangadagur´2007. Það er stormur... enginn fellibylur...bara hvasst úti og dimmt.
skrifað af �sd� @ 10:24 2 comments
mánudagur, desember 22, 2008

Ég hitti litla manneskju í gær og hana hef ég ekki hitt fyrr af því hún á heima úti í Danmörku hana Arndísi Írenu hún kom líka með foreldrum sínum á markaðinn í dag það er gott að hitta svona smáfólk og fá að knúsast soldið með það. Ég fór líka til Adda og Hildar í gær að hitta herra Egil hann er líka í þessum flokki, Brynjar er mjög stoltur af honum.ég held að ég sé að komast í einhverskonar jóla frí og geri nú kannske bara eitthvað sem mér dettur í hug hverju sinni. allavega er ég búin að kortastressast nærri því eins og ég ætla. mér finnst það ekki leiðinlegt síður en svo að skrifa á kort en afar stressandi af því það er ekkert í röð og reglu hjá mér.Og núna er ég að fara að taka til í eldhúsinu ,er búin að setja forljótar jólagardínur sem ég ætla að taka strax niður aftur (Lukka)...svo er ég nýbúin að fá mér jólakaffi sem á að halda mér vakandi fram á nótt. Og svo er ég að hlusta á Bubba Mortens. hann er alltaf alveg ótrúlega flottur....ein setning...úr einu ljóði Bubba"og það er vont að vera týndurí veröld sem að engar hefur dyr"þessi setning söng í hausnum á mér þegar ég vaknaði í morgun , svo ég fór og gróf upp Bubbadisk sem ég á það er samt ekki á honum lagið sem þetta er í.Á morgun þarf ég að fara í bókasafnið, Versla mér kál sem á að endast þangað til á laugardag,Taka soldið til. og opna markaðinn. Og fara á tónleika Bjarna á Riis.Þetta virðist vera upphaf að skipulagi....Það er markaður frá tvö á morgun og til fjögur og svo er það búið þetta herjans árið.
skrifað af �sd� @ 19:29 1 comments
sunnudagur, desember 21, 2008

Það getur stundum verið svo óskaplega erfitt að einbeita sér að því að sjá góðu hliðarnar á tilverunni, þá þarf maður að lyfta munnvikunum það heitir bros... ogtaka dansspor með jólaseríu sem er biluð og var ekkert lífsspursmál að setja upp en maður ætlaði samt að gera það án þess að þurfa að taka hana niður aftur og laga hana. Smáatriði.... svo rekst maður á spegil og sér sitt kasúldna fés ..rekur út úr sér tunguna framan í þetta óféti og ullar á það , bölvar pínulítið og fer svo að gera eitthvað... td er ágætt að standa úti í garði þangað til manni er orðið svo kalt að það er gott að koma inn í hlýjuna , þá er það bleksterkt kaffi og svo er maður klár í slaginn,,,Daginn...það er sunnudagur...ég held samt að ég fari beint í kaffið núna.... hef ekki orku til að standa úti í garði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home