Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

þriðjudagur, nóvember 10, 2009

þetta var 2003
Jóla stórfjölskyldudagur Allir komu og allt gekk vel ég fór eldsnemma á fætur og bjó til desert í risastóra skál og sneiddi niður hangikjöt Hannasigga hjálpaði mér og bjó til síldarsalat Svo setti ég steikina í ofninn og þegar allt var tilbúið þá fór ég í kirkju á Kollafjarðarnesi,,,,Það var gott... og gaman að syngja og hitta fólkið. Þegar heim var komið voru allir komnir og þaá var lagt á borð og snæddu allir jólamatinn af bestu lyst. Svo var spilað og skrafað.
skrifað af �sd� @ 11:09 0 comments

Aðfangdagur og Árdís Bangsi Jónsson og HarpaHlín eru á leiðinni úr Höfuðborginni heim á Galdrastrandir. Ég fann gamlan dreka sem ég átti og málaði hann og festi á skökku hurðina niðri, og nú þarf að yfirvinna drekann til að komast inn, það getur nú p orðið strembið því þetta eru í raun tveir drekar sem bíta í halana á sér. Og hurðin hallast meir og meir. Árdís og Bangsi og Harpa eru komin og Gekk vel eins og sést í Árdísarbloggi. Nú förum við heim í Steinó og borðum Hangikjöt og skoðum jólagjafirnar okkar.
skrifað af �sd� @ 11:01 0 comments

Ég gleymdi að segja frá því að 18.des þa spilaði ég á litlu jólunum í leikskólanum . Það komu jólasveinar og það fór næstum enginn að grenja.
skrifað af �sd� @ 10:54 0 comments

Það er þorláksmessa og ég borðaði skötu hjá ömmu Stebbu. Það er allt að verða sallafínt hér á höfðagötu 7. Hannasigga keyrir út jólagjafapakka og bíllinn er að fyllast af jólagjöfum til okkar. frá elsku fólkinu mínu...Það er svo gaman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home