Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Það er nú ekkert smávegis sem er búið að rigna.. einhverntíman í fornöld þegar var búið að vera snjór og ófærð síðan í september hefði mér nú fundist þetta vera alveg himneskt á þessum árstíma og hugsaði öfugt við alla aðra sem fannst betra að hafa eilífan viðbjóðs skafrenning og norðaustanátt af því að "svoleiðis átti það að vera á veturna". en í gærkvöldi lá nú við að mér þætti nóg um.. það góða við þetta er að það er allt orðið autt. 'Eg fór í gærkvöld um upp á Vitabraut í gula húsið í skóginum og passaði Brynjar meðan foreldrar hans voru á árshátíð hreppsins, Jón Gústi var fyrst og fór svo partíþyrstur heim að ungra manna hætti eftir að hafa svæft Brynjar. Það er virkilega notalegt þarna í skóginum og ég og Kisi horfðum á myndina "Köld Slóð" Sem ég er reyndar búin að sjá áður í bíó. Mjög spennandi.
Hér fruðast Jón Gísli á stóra jeppanum niður götu þó klukkan sé ekki nema hálf tíu á sunnudagsmorgni...svo það eru ekki allir sofandi allsstaðar...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home