Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Það eru að koma bráðum jól..Ég var í Reykjavík í gær og það er allt orðið stútfullt af jólaskrauti í þeim búðum sem ég kom í...Hvað verður um þetta allt... ég slefaði yfir nokkrum bókum sem ég ætla að lesa þegar þær koma í bókasafnið...Keypti pínulítið af efni í jólagjafir...þær verða nú ekki stórkostlegar um þessi jól enþað er kannske ekki það sem máli skiptir heldur góð hugsun sem fylgir... svo voru ofsa fallegar ljósaskreytingar í Húsasmiðjunni.. og mig langaði að kaupa þær allar og gefa öllum.. það voru hús og kastalar og kirkjur með ljósum inni í, algjört æði, og einn stór kassi með heilu þorpi í hús og kirkja allt með ljósum inni í.

3 Comments:

 • At 11:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  oohh hvað ég hlakka til að fá jólin.

   
 • At 2:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hæ bara að kvitta :)
  Mátt alveg segja mér þegar að þú ert að koma suður hefðum geta rennt í bæinn :D en lætur okkur vita næst.. það er nu að koma ár síðan ég hitti ykkur sveitalinga :)

  Knús&kossar til allra kv : Hafdís

   
 • At 7:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hafdís mín ég kalla þetta nú ekki að koma nema í mýflugumynd. og ekki tími til annars en að sofa og fara til læknis. kom kl 7 á miðvikudag og fór kl 4 á fimmtudag. Svona Kom og fór ferð. Knús og kreist.

   

Skrifa ummæli

<< Home