Það getur stundum verið svo óskaplega erfitt að einbeita sér að því að sjá góðu hliðarnar á tilverunni, þá þarf maður að lyfta munnvikunum það heitir bros... ogtaka dansspor með jólaseríu sem er biluð og var ekkert lífsspursmál að setja upp en maður ætlaði samt að gera það án þess að þurfa að taka hana niður aftur og laga hana. Smáatriði.... svo rekst maður á spegil og sér sitt kasúldna fés ..rekur út úr sér tunguna framan í þetta óféti og ullar á það , bölvar pínulítið og fer svo að gera eitthvað... td er ágætt að standa úti í garði þangað til manni er orðið svo kalt að það er gott að koma inn í hlýjuna , þá er það bleksterkt kaffi og svo er maður klár í slaginn,,,Daginn...það er sunnudagur...ég held samt að ég fari beint í kaffið núna.... hef ekki orku til að standa úti í garði.
Síðustu innlegg
- Nú eru litlu jólin hjá skólanum búin þau voru í gæ...
- Ég er að klikkast!!!!! og var þó slæm fyrir....ver...
- Þetta er tekið á jólamarkaði Handverksfélagsins St...
- Ég var að hlusta á myndbandið sem Árdís setti inn ...
- Já já ég brenndi mig á kaffikönnunni í góminn á v...
- Það er nú að verða minni og minni tími til að blog...
- Tunglið var fullt í gærkvöldi og mjög skrítið, ég ...
- Nú er slydda í þokkabót og klessist og mígur niður...
- Brynjar Freyr hringdi í dag : Amma ég ætla að bjóð...
- Já nú er ég í betra stuði en í gær, búin að lesa t...
1 Comments:
At 12:59 e.h., Nafnlaus said…
Jamm þetta með kaffið skil ég og er ekkert of hrifin af speglum þeir eru oft ansi miskunarlausir. Hér á Skaganum er rok og rigning og allt á floti. Er að spá í að kaupa mér klofstígvél og utanborðsmótor á Jarrann kv Birna
Skrifa ummæli
<< Home