Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, desember 20, 2008

Nú eru litlu jólin hjá skólanum búin þau voru í gær og gaman Hljómsveitin Grunntónn í stuði og þeir sem voru hressir í fyrradag voru veikir í gær. það er nú reyndar árlegur viðburður. Söngkonur eiga það til að fá skyndilega hæsi eða aðra slæmsku. en píanóleikarinn hefur aldrei klikkað fyrr en núna, Viðar veikur og Stebbi Jóns kom til bjargar á síðustu stundu og það klikkaði sko ekki. Lára og Barbara sungu af hjartans list, og Grýla fékk að lána röddina sína sem passar vel við flutningsaðilann með harmonikkuna. Inga erkomin í heimsklassa á trommunum, Kristján var allt í einu kominn með gítar sem Jimi Hendriks hefði getað verið hreykinn af. og Bjarni á bassagítarnum hljómsveitarstjóri sá um að ekkert væri verið að hangsa og kjafta milli laga. bara keyra á fullsving svo börnin og foreldrar afar og ömmur voru lafmóð kring um tréð að syngja Göngum við í kringum. og þessi lög sem eru svo skemmtileg af því að þau eru svo obboðslega margar vísur. það voru bara bros á mannskapnum í öllum hornum og svo kom hópur af jólasveinum og dönsuðu með og gáfu öllum mandarínur. þetta er allt að koma..Jón var fyrir mig á markaðnum á meðan, og hann hefur aldeilis laðað að sér viðskiptavini því búðin var næstum tóm þegar ég kom niðureftir aftur. Ég held ég fái hann til að vera aftur í dag.
það hefur sáldrað niður snjó og allt er kyrrt og hljótt úti og falleg ljós um allt og ískalt.
Það er eins og allir vilja hafa það. Ég er búin að baka kleinur sem verða úti á markaði í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home