Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 24, 2008

Nú er kominn aðfangadagur ,það væri synd að segja að hann sé bjartur og fagur, svartamyrkur og rigning og hvasst, einhvern tíman hefði mér þótt þetta gott þegar allt var á kafi í snjó heima í Steinó og ófært og allt og eina vonin um miðjan vetur vart að það kæmi hláka, Það var líka hláka og rok á aðfangadag þegar sló niður í eldavélina og sótið fór út um allt, og líka þegar áin ruddi sig og jakarnir þeyttust hátt í loft upp það var stórkostlegt að horfa á það en agalegt samt.
Ég óska öllum sem lesa bloggið mitt innilega gleðilegra jóla og sérstaklega þér Birna sem sendir mér alltaf góðar og fallegar kveðjur, og HannaSigga mín óska ykkur líka góðs nýjárs og margra góðra ára.

2 Comments:

 • At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Takk sömuleiðis elsku mamma okkar, kveðja Hanna Sigga og Biggi, hafðu það svo skemmtilegt og njóttu þess að vera til heirumst og sjáumst.

   
 • At 2:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  http://www.this.is/coda/
  hæ kíktu á þessa slóð

  kveðja Bía

   

Skrifa ummæli

<< Home