Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 22, 2008

Ég hitti litla manneskju í gær og hana hef ég ekki hitt fyrr af því hún á heima úti í Danmörku hana Arndísi Írenu hún kom líka með foreldrum sínum á markaðinn í dag það er gott að hitta svona smáfólk og fá að knúsast soldið með það. Ég fór líka til Adda og Hildar í gær að hitta herra Egil hann er líka í þessum flokki, Brynjar er mjög stoltur af honum.
ég held að ég sé að komast í einhverskonar jóla frí og geri nú kannske bara eitthvað sem mér dettur í hug hverju sinni. allavega er ég búin að kortastressast nærri því eins og ég ætla. mér finnst það ekki leiðinlegt síður en svo að skrifa á kort en afar stressandi af því það er ekkert í röð og reglu hjá mér.
Og núna er ég að fara að taka til í eldhúsinu ,er búin að setja forljótar jólagardínur sem ég ætla að taka strax niður aftur (Lukka)...svo er ég nýbúin að fá mér jólakaffi sem á að halda mér vakandi fram á nótt. Og svo er ég að hlusta á Bubba Mortens. hann er alltaf alveg ótrúlega flottur....ein setning...úr einu ljóði Bubba

"og það er vont að vera týndur
í veröld sem að engar hefur dyr"

þessi setning söng í hausnum á mér þegar ég vaknaði í morgun , svo ég fór og gróf upp Bubbadisk sem ég á það er samt ekki á honum lagið sem þetta er í.

Á morgun þarf ég að fara í bókasafnið,
Versla mér kál sem á að endast þangað til á laugardag,
Taka soldið til.
og opna markaðinn.
Og fara á tónleika Bjarna á Riis.
Þetta virðist vera upphaf að skipulagi....

Það er markaður frá tvö á morgun og til fjögur og svo er það búið þetta herjans árið.

1 Comments:

  • At 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæhæ já hún er algjör dúlla hún Arndís Írena, og Gummó og Hlynur,líka. kveðja Hanna Sigga

     

Skrifa ummæli

<< Home