Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, desember 12, 2008

Brynjar Freyr hringdi í dag : Amma ég ætla að bjóða þér á tónleika.!!! ég á að spila á trommu. Amma skellti sér náttúrlega á tónleikana og þarna stóð gaurinn og spilaði takta á sneriltrommu í fyrsta skipti að koma fram á tónleikum. Egill litlibróðir kom líka á tónleikana og ég fékk að sitja með hann .Hann svaf nú bara og vaknaði ekki fyrr en rafmagnið fór og allir sungu jólalög en orkubúsmenn ruku út og svo kom rafmagnið aftur eftir dágóða skemmtilega stund og þá var hægt að ljúka tónleikunum.
Ásdís nafna spilaði líka af krafti á flygilinn ,ég var svo hreykin af henni.
Núna er albrjálað veður og ekki laust við að ég sé skelkuð ég hef oft séð sjóinn æða yfir bryggjuna en aldrei svona hátt eins og núna og þegar maður býr í svona gömlu húsi sem þakið er kannske farið að losna á þá er það soldið ískyggilegt. það er líka einhver fjárinn að skellast í garðinum og bíllinn minn vaggar til og frá. ég er ekkert að fara að sofa strax , það er ennþá rafmagn en það hlýtur að fara aftur ef veðrið fer ekki að lægja.

2 Comments:

  • At 8:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ ertu þarna ennþá?? vonandi ekki fokin.

     
  • At 8:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ps. kveðja Hanna Sigga.

     

Skrifa ummæli

<< Home