Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 05, 2005

Í fyrradag var smalað heima og ég fór og eldaði fullt af mat. Fyrst fór ég reyndar fram á heiði með smalafólk á Fjallabíl Jóns Gísla, Nafna fór með og var hljómsveit á leiðinni heim með miklum trommutilþrifum.... Rocket/vodafone, var svo fullur af drasli að það hefði tekið allt of langan tíma að koma fyrir fólki í honum. Kannske fæ ég að jeppast líka næsta laugardag ef ég verð nógu og fljót í ferðum frá Reykjavík. Ég á að fara í myndatöku á föstudaginn vegna slagsíðunnar. og naflaskoðun ... Útlit / innlit.-- Aftur að smalamennskunni -- Simmi bróðir birtist skyndilega eins og þruma úr heiðskíru lofti, hafði komið með Gæja. Og eftir hádegið birtust Árdís og Aðalbjörn. Addi var náfölur eftir ógurlegan akstur Árdísar yfir Steinadalsheiðina og harðneitaði að fara þá leiðina til baka. Þau þustu í Undraland að rífa þakið af geymslunni. Þar voru líka komin Maddi og Anna að hjálpa til. Þau eru svo skemmtileg, nýgift og hroðalega ástfangin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home