Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 05, 2005

Það er búin að vera annasöm vika. ferlega er þetta orð "annasöm" hallærislegt.
Ég er búin að búa til alveg helling af bláberjahlaupi, bláberjasaft og sultu úr 8 kílóum af berjum sem Halla kom skokkandi með til mín.
Ragga besta vinkona Bjarkar kom og gisti hjá okkur. Við fórum í galdrapartí í hlöðunni á Svanshóli. þar var notalegt að vanda, bjuggum til allskonar rétti, grænmetislasagna,a la Björk,,, Grilluð læri ( Siggi og Halla)...Kartöflusalat, svakalega flott grænmetisskál ( Attí Maggi og Hrönn) ,,,Bláberja ostakaka (ég)
Sósur og sultur og kjötsúpa mmmmm. Arineldur og heitur pottur. og bara nefndu það. eldgos á vesturhimni..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home