Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Veiða veiða veiða, Ég hef ekki ennþá fengið útrás fyrir veiðináttúru þá er hófst um hánótt í góðu veðri í fyrrasumar, en ég hef aftur á móti fengið útþrá minni aðeins svalað, þeas. Ég fór í sumarfrí á föstudaginn og kom heim aftur í dag (sunnudag ).
Við Hannasigga fórum suður á föstudaginn, og ég var því miður enn að drepast úr kvefi..og hún líka... við sváfum í Rauðarárstígsherberginu hennar við ærandi hávaða allskyns farartækja og eitt sinn kvað svo rammt að þessu að ég hélt að strætó væri að koma inn um gluggann. Um sexleytið vakti svo söngur rónanna mig og smá rövl tilbrigði á milli.... um áttaleytið gafst ég upp við að liggja í rúminu og læddist á fætur og fór að taka smá til. .. eftir að hafa reynt að fremsta megni að hafa lágt. en reka mig í allt og ryðja niður dóti með þrumugný og skarki. vaknaði veslings Hannasigga líka en hún hafði annars sofið vært við rónasönginn og strætógnýinn......Ég dró hana svo með mér upp í Árbæjarlaug. því ég var nú einu sinni í sumarfríi og þá á maður að fara í sund finnst mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home