Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, desember 29, 2008

Góður dagur með þeim betri og ég er búin að koma heilmiklu í verk klára að taka allt af Galdrasafninu sem tilheyrir markaðnum og koma litlu hillunum okkar í góða geymslu. Síðan að taka törn í að koma fyrir dóti því sem fer til baka og skila nokkru. Fór og knúsaði litlu fjölskylduna hennar Gummóar minnar sem eru að fara suður og svo út, það hefði nú verið gaman að hafa þau lengur en um það er ekki að fást, gaman að fá að hitta þau, og við sjáumst í sumar ,þó er ég eiginlega alveg viss um að ég geti ekki safnað mér fyrir fari til að heimsækja þau, allavega ekki nema aðra leiðina og þá sætu þau uppi með mig. Hildur og strákarnir og Pjakkur komu í kaffi og Ásta, og svo eru Eiríkur Árdís og tíkarskarnið á leiðinni. HannaSigga og Biggi koma svo á morgun ég er að fara að elda kjúklingafætur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home