Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 26, 2005

Sunnudagur þessi byrjaði vel ég rúllaði réttu megin framúr.
Um hálf ellefu skellti ég mér í Steinó og eldaði mat fyrir smalafólkið.
Um kl 3 skellti ég mér inneftir og stansaði í geymslunni á Kirkjubóli að setja nagladekkin mín þar inn. Mér dvaldist í þeirri geymsluferð,skemmti mér konunglega í þrusustuði,
Kanínan sem kíkti inn um dyrnar varð dauðskelfd og flýtti sér í burtu. Hvenær skyldi Matti ætla að koma með félagsskap fyrir greyið í staðinn fyrir frú Matthildi sem tíkin hans myrti ?
Það mætti gera þessa geymslu að fínni vinnustofu fyrir skúlptúra úr tré, málverk, sögun og renniverkstæði hugs>hugs.... þetta var semsagt ekki einn af leiðinlegu sunnudögunum.
Lukka er í hamingjufíling.
Andskotans Sullenbergerkjaftæði er þetta í sjónvarpinu.....Ég er farin að sofa....Dreymi mig vel...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home