Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

mánudagur, september 05, 2005

Nú er ég orðin ein í kotinu aftur Björk og Ragga fóru í gær Það er skrítið þegar einhver fer eða einhverju verkefni er lokið, eins og að ljúka leikferðalagi, sem hefur tekið allan manns tíma um stund, og síðan er leikmyndin brennd ofan í fjöru norður í Árneshreppi....Vitnað í Tobacco Road.... en myndin gleymist ekki.
Ég er að fara að mála tvær myndir sem Anna Jörg á að fá í sjötugsafmælisgjöf þann níunda..Tíminn líður það er ekki annað hægt að segja...Brynjar minn á þriggja ára afmæli í dag. Hrafnhildur mín verður 45 á morgun, Simmi bró verður 55 Níunda, Anna 70. Ella vinkona verður tvítug aftur osfrv. osfrv.
Svo koma hér nokkrar myndir....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home