Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Jæja langt síðan ég hef bloggað Það er fullt búið að ske he he (gerast) ég er búin að vera á fiskvinnslunámskeiði alla vikuna
Þ.e.a.s. hvorki meira né minna en átta námskeiðum og tvö eftir sem verða á föstudaginn. Þá fæ ég titilinn ,,Sérhæfður starfsmaður í fiskvinnslu´´ ekki dónalegt........ Og ekki nóg með það heldur á að pína mann í næstu viku til að fara til Ísafjarðar að skoða frystihús ooooo hvað ég nenni því ekki. ég held samt að það sé skylda, ætla nú samt að gá að því. Leikfélagið fór með Sexið til Bolungarvíkur í morgun rúta frá Guðmundi og Tryggvi bílstjóri. Ég var að koma úr skólanum þegar þau voru að leggja af stað. Símon litli sat svo sætur hjá ömmu sinni aftast og þar fyrir framan var Brynjar Freyr að fara í sinn fyrsta rútuleiðangur, við hliðina á mömmu sinni. svo litlir og fínir, svo var náttúrlega fullt af fullorðnu fólki.
Við Guji og Ágústa Halla fórum yfir að Eyri á sunnudaginn í messu. Séra Ágúst var að syngja sína síðustu messu þar. svo var veisla á Enni á aftir, svo skruppum við upp að Gili . Og þegar við komum inneftir aftur beið Magga með veislumat. Og Áslaug kom í mat. og gaf Ágústu Höllu flott pils og peysu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home