Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

sunnudagur, janúar 22, 2006

Það er einkennilega grautfúlt veður og grautfúl hálka á vegum, ég er grautfúl og púströrið á Kagganum er farið í sundur, allt í drasli í eldhúsinu mínu, kötturinn æðir um og hegðar sér eins og hann sé geðveikur spígsporar uppi á borðum og ryður niður dóti. Það er hundleiðinleg mynd í sjónvarpinu og mér líður eins og asna. Hvað með alla ljósu punktana sem ég er alltaf að tuða um að maður eigi að horfa á sá asni sem ég er. Jú maður getur nú ekki alltaf verið með smælið útundir eyru, eða hvað. Það vantar eitthvað skemmtilegt og spennandi, eitthvað annað en að fólk sé alltaf að veikjast og deyja.. Það er allt í einu komið brjálað veður rok og rigning...Kannske verður sól á morgun.... Ég held sveimérþá að húsið sé að fjúka út í veður og vind....

2 Comments:

  • At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    o jú juu bara brosa útí eitt, og sól i sinni:)

     
  • At 1:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    He he ætli kötturinn sé ekki bara að leita að malinu sínu og heldur að það sé uppi á borðum:)

     

Skrifa ummæli

<< Home