Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

miðvikudagur, desember 31, 2008

Árið 2008 er ennþá .(kl er tvö)...að enda eins vel og hægt er... Bílarnir orðnir fullir af rusli og allir nema Hrafnhildarfjölskylda að fara uppí Undraland og Steinó. Til þeirra fara svo allir í veislu annað kvöld. á nýju ári. Kirkjubólsfjölskyldan verður á Akureyri í kvöld og á Hólmavík með oss annað kvöld. Við æðum svo til þeirra í Kirkjuból á annan í nýju ári. Ruslabílalestin er að leggja íann Minn kaggi, Hönnu s og Bigga, Adda og Hildar, Svönu og Nonna og Jóns Gísla og Brynju og flestir litlir með 'Árdís og Eiki á Undralandi og tveir hundar sem eru að verða vinir.

Er ekki það sem kallast heimsendir eitthvað sem gerist fyrir hvern og einn persónulega, þ.e. heimsendir hvers og eins, Kannske Páll Skúlason geti svarað því á einhvern skynsamlegan máta.
þegar ég var lítil var ég alltaf voðalega hrædd um að kæmi heimsendir. Og þá dæu allir í einu.
Nú held ég að það deyi ekki neinn, nema gamla árið sem fer inn í minningabankann og er þar að eilífu, og annað kemur í staðinn,Takk fyrir gamla árið,og gleðilegt nýár.

4 Comments:

 • At 3:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gleðilegt nýtt ár - trúi að það verði hamingjuríkt í meira lagi.

   
 • At 5:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Gleðilegt ný ár og takk fyrir það gamla þess óska ég þér og þínum kv. Birna

   
 • At 3:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Ég óska ykkur reglulega gleðríks árs og friðar og óllu ykkar fólki og takk fyrir liðin ár

   
 • At 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Jæja kona góð það er kominn 7jan 2009 og það hefur ekki komið neitt frá þér. Varstu nokkuð brott numin af jólasveinunum þegar þeir fóru heim. Kveðja Birna

   

Skrifa ummæli

<< Home