Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

föstudagur, mars 28, 2003

Hildur mín kom með nammi þessi elska, ég fór með það upp í rúm og maulaði það og las spennubók.

Svo eru hér þrjár litlar gamlar lífsreynslusögur!!!!!!!
Ég hafði fengið munnsopa af bjór um kvöldið fór síðan á ball í Sævang og var að leggj af stað á bíl heim síðla nætur þegar lögreglan blikkaði ljósum.
ég stansaði stjörf af hræðslu, mundi eftir sopaskrattanum, nú yrði ég látin blása,
Sopinn myndi lita loftið grænt og ég dæi úr skömm á staðnum.
Lögregluþjjónninn kom ,, Þú ert á felgunni´´ sagði hann... ég vissi það hugsaði ég----
Viltu ekki að ég hjálpi þér að skipta um dekk, sagði hann vingjarnlega.....

Ég eignaðist stúlkubarn á sjúkrahúsi , sem var alllangt frá bænum þar sem við áttum heima.
En þar á bænum var símastöð.
Héraðslæknirinn lofaði að koma og líta á telpuna. Símstöðin bilaði og von var á víðgerðarmanni.
Ég var að hengja út þvott bak við húsið, þegar ég heyrði bíl renna í hlað...
Eftir dágóða stund og fann heimilisföðurinn sem var að útskýra fyrir dauðskelkuðum lækninum
bilunina í stöðinni og spyrja hann ráða. Ég skemmti mér konunglega,
en gaf mig svo fram og leiðrétti misskilninginn.

Í danskennslutíma fyrir fullorðna var orðið æði heitt í salnum, og danskennarinn opnaði útihurð.
Úti fyrir var stærðar snjóskafl. Það skipti engum togum að einn mektarbóndi í sveitinni,
missti af konu sinni í ólmu tjútti og tókst konan á loft, sveif út um opnar dyrnar og hvarf í skaflinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home