Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

laugardagur, september 10, 2005

Jamm, fór til Reykjavíkur í gærmorgun og kom aftur í kvöld, Hrönn á bakka for með mér suður og Árný Huld og Hanna Sigga komu með mér norður. Þetta varð algjör framkvæmdareisa, Fór með myndirnar til Önnu Og Svenna í gær, Það varð uppi kæti og fjör og bakaðar vöfflur og étnar með rjóma, enda eiga þau skötuhjúin afmæli í tvo daga samfleytt þ.e. 8unda og 9unda... Virkilega gaman að hitta þau og Höllu, Önnu Kötu, Erlu, Gulla og litlu strumpana. Það kom upp úr kafinu að þegar ég eignaðist Árdísi á Akranesspítala þá var mamma Gulla þar líka og hann er fæddur 28,júlí og hún 3. ágúst.
Við Hannasigga fórum svo í heimsókn til Hörpu og Hinriks, Þar hjá þeim er notalegt og í staðinn fyrir að fara inn um dyr eins og venjulegt er á húsum skríður maður inn um glugga, Dásamleg tilbreytni, Harpa blómstrar sem aldrei fyrr og þau eru að fara á námskeið saman til að læra að anda og svoleiðis, sem verðandi foreldrar í dag læra. Ég vildi að það hefði verið þannig þegar ég eignaðist börnin mín, þó held ég að Jón Gústi hefði ekki látið hafa sig í það, og svo var þetta ekki byrjað þá svo ég andaði barasta hjálparlaust eins og þótti hæfa á þeim tíma. Ég held að það hafi verið talið að það væri ekki karlmannlegt að koma að þessu barneignarferli nema á einn veg á þeim árum þó það hafi sjálfsagt verið misjafnt eftir fólki.
Ég þeyttist líka í röntgen í gær Ég hefði nú viljað eiga myndirnar og ramma þær inn. það er alveg með ólíkindum hvað beinagrindin í mér er smart og nett, Ég er svo svakalega góð inn við beinið.
Svo í dag fór ég til beinalæknisins og fékk þvílíkt hrós fyrir beinin hann hafði bara aldrei séð eins fögur bein. Það var heldur daprara með brjóskið á milli þeirra en samt..fín útkoma og skoðunarmiðanum 2005 skellt á svo til athugasemdalaust og skuldinni alfarið skellt á bakið á mér fyrir að hafa farið offari í lyftingunum fyrir ári síðan muhööö.
Þá var eftir að hitta læknirinn minn sem sér um boddíviðgerðir, framkvæmdum og endurbótum slegið á frest og hlakka til áfram.
´Við erum búnar að tosa risastóru sjónvarpi sem Björk á hér inn, og fáum hvorki hljóð né mynd á það, andskotans ves, ég hlakkað svo til að sjá í því. kannske getur einhver fundið út úr því fyrir mig. Sabba ætlar að kíkja á það. Góða nótt. allir.

1 Comments:

  • At 1:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    A real enlightening blog. Don't stop now. Here's a subject that interests many; how to buy & sell music on interest free credit; pay whenever you want.

     

Skrifa ummæli

<< Home