Ásdís galdranorn Jónsdóttir

Ekki er öll vitleysan eins!

fimmtudagur, maí 08, 2003

Á Bolungavík skoðuðum við rækjufólk vinnsluna eftir að hafa borðað svakalega góða súpu og etið svakalega gott brauð með.
það var athyglisvert að sjá annað fólk að störfum við böndin.
Svo var brunað á Ísafjörð og þar skoðaði fólkið aðra vinnslu meðan ég fór og heimsótti Margréti Karls og mömmu hennar. Margrét keyrði mig í tvær skóbúðir um leið og hún fór með mömmu sína að kjósa. Ég fann enga skó. en hitti Þóru og varð þar fagnaðarfundur.
Svo bauð Gulli öllu liðinu í mat. Við fórum í búðir, og við Jóna lentum á útisamkomu hjá U flokknum. Þar var strákur að syngja og spila á gítar, alveg frábær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home